Bananar eru ekki einungis hollir og góðir til átu - þeir eru frábært hráefni í hár-og húðvörur, enda stútfullir af vítamínum, steinefnum og náttúrulegum olíum. Bananahárlínan okkar hentar fyrir allt venjulegt, sem og þurrt hár og þá hefur Banana hármaskinn okkar verið mjög vinsæll síðan hann kom á markaðinn enda nærir hann og mýkir þurrt hár á einkar mildan hátt. Nú er líka til hjá okkur Banana Bath Blend sem er mýkjandi freyðibað fyrir þurra húð.