Bodymist, eða hörundsúði, er vara sem er dásamlega frískandi að grípa, ilmirnir eru léttari og endast skemur á húðinni en Edt eða Edp, enda koma þeir í stærri glösum en ilmvötn. Þú umvefur þig dásamlegri angan sem truflar þó ekki þá sem eru í kringum þig og margir sem þola ekki ilmvötn, t.d. vegna ofnæmis geta vel notað þessa vöru. Skoðaðu mistin okkar hér fyrir neðan, þau koma í alls kyns ilmum, ávaxta, blóma og krydduð, en alltaf mild og frískandi.